Hoppa yfir valmynd
11. september 2012

Ríkissjóður siglir örugga leið úr kreppunni

utgjold
utgjold

„MegiOddný Harðardóttir, fjámála- og efnahagsráðherranatriðið er að við lokum fjárlagagatinu með auknum tekjum af auðlindum í almannaeign og stöðugum hagvexti,“ segir Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, um frumvarp til fjárlaga 2013 sem hún lagi fram er þing kom saman 11. september.

„Skattahækkanir og skattkerfisbreytingar eru óverulegar í frumvarpinu. Enn gætir aðhalds og niðurskurðar en þó í minna mæli en undanfarin ár. Það má fyrst og fremst rekja til aukinna tekna ríkissjóðs samfara hagvexti og auknum tekjum af auðlindum,“ segir Oddný.

Aðhaldssöm ríkisfjármálastefna í kjölfar bankahrunsins hefur skilað markverðum árangri allt kjörtímabilið. Þau þáttaskil verða auk þess með frumvarpi til fjárlaga 2013, að tekjur verða meiri en útgjöld sem nemur 4,4 milljörðum króna. Hér er átt við heildarjöfnuð þar sem ekki er tekið tillit til óreglulegra liða. Svonefndur frumjöfnuður (tekjur vegnar á móti útgjöldum án vaxtakostnaðar),  er áætlaður um 60 milljarðar króna og nær tvöfaldast afgangur ríkissjóðs frá fyrra ári.

Bættur hagur barnafjölskyldna

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur frá upphafi leitast við að verja velferðarkerfið gegn áföllum fjármálakreppunnar. „Við teljum nú óhætt að auka stuðning við fjölskyldurnar í landinu og snúum okkur sérstaklega að ungum barnafjölskyldum. Gert er ráð fyrir hækkun barnabóta um 2,5 milljarða króna sem verða þá í heildina hátt í 11 milljarðar króna á næsta ári. Samtals verður 4,3 milljörðum króna varið á næsta ári til barnafjölskyldna og fjölskyldna í greiðsluvanda vegna bankahrunsins í formi barnabóta, aukinna greiðslna í fæðingarorlofi og húsnæðis- og vaxtabóta. Það hefur sýnt sig að þetta eru markvissar leiðir til að hjálpa ungum barnafjölskyldum sem lent hafa í greiðsluvanda í kjölfar bankahrunsins.“

Nýja Ísland – nýjar áherslur í atvinnulífi

Frumvarp til fjárlaga 2013 ber með sér nýja stefnumörkun og nýjar áherslur ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. „Við erum aftur farin að auka framlög til samgöngumála og bætum þar við 2,5 milljörðum króna í samræmi við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrr á árinu.  Við aukum framlög til samkeppnissjóðanna. Með þessu viljum við byggja upp hagkerfi sem treystir ekki aðeins á nýtingu náttúruauðlinda heldur einnig nýsköpun. Við gerum ráð fyrir að endurgreiða meira en einn milljarð til fyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun. Við ætlum að verja 1,3 milljörðum króna til að styrkja rannsóknar- og tæknisjóð. Við höldum 20 prósenta hóflegum tekjuskatti á fyrirtæki og höfum auk þess eitt og annað á prjónunum til þess að styðja þróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Okkar nýja Ísland mun hafa tekjur af auðlindum og treystir í auknum mæli á hátækni- og þekkingariðnað.“

Skuldasöfnun stöðvuð

Skuldir ríkissjóðs eru miklar og fjármagnskostnaður mikill að sama skapi. Vaxtagjöld á næsta ári eru þó áætluð nokkru minni en á þessu ári eða um 94 milljarðar króna. Fjármálaráðherra segir skuldirnar nokkuð áhyggjuefni þótt komið hafi verið böndum á skuldasöfnunina. „Í fyrsta skipti á kjörtímabilinu lækka skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þetta gerist hægt og við þurfum að skapa okkur stöðu til að grynnka enn hraðar á skuldum ríkissjóðs. Við erum búin að ná jafnvægi milli útgjalda og tekna en þetta ætti að vera eitt helsta markmiðið á næstu misserum og árum,“ segir Oddný.

Mynd 1 - Heildarútgjöld fara lækkandi

(Óreglulegir liðir undanskildir. Leiðrétt hefur verið fyrir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.)

heildarutgjold2012

Mynd 2 - Samanburður á skuldaþróun hins opinbera

(Heildarskuldir hins opinbera að meðtöldum sveitarfélögum. Heimild: Eurostat, ECFIN)

Samanburður á skuldaþróun hins opinbera

Mynd 3 - Heildarskuldir og hrein staða ríkissjóðs

Heildarskuldir og hrein staða ríkissjóðs

Um frumvarp til fjárlaga 2013 er nánar fjallað á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta