Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2012

Skýrsla McKinsey til nánari umfjöllunar á vegum stjórnvalda

McKinsey

Skýrsla McKinseyNý skýrsla alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um Ísland og vaxtarmöguleika í framtíðinni er fagnaðarefni og þarft innlegg í umræðuna um framtíðarmöguleika Íslands. Forsætisráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að rýna í skýrsluna og verður fjallað nánar um hana á vegum stjórnvalda á næstunni.

Ísland hefur undanfarin 30 ár verið meðal 20 ríkustu landa í heimi. Ísland hefur hins vegar fallið á þessum lista á sama tíma og lönd sem gert hafa langtímaáætlanir í efnahagsmálum hafa hækkað á listanum.

Sömuleiðis kemur fram í skýrslu McKinsey að raunvöxtur á Íslandi hafi verið minni síðastliðin 30 ár en í nágrannalöndunum. Ástæðan er talin sú að tilhneigingar hafi gætt til þess að einblína á efnahagslegan vöxt í einni grein í einu; í sjávarútvegi á níunda áratugnum, síðan í orkufrekum iðnaði á þeim tíunda og loks fjármálageiranum eftir aldamótin. Þá er framleiðni vinnuafls hér á landi um 20% minni en í helstu nágrannalöndum Íslands. Háa landsframleiðslu Íslands á hvern íbúa má að miklu leyti rekja til meiri atvinnuþátttöku og lengri vinnutíma en þekkist í flestum öðrum ríkjum heimsins.

Tækifæri eru því til þess að auka framleiðni og verðmætasköpun í hagkerfinu og telja skýrsluhöfundar að nauðsynlegt sé að gera heilstæða vaxtaráætlun um aukna hagsæld fyrir Ísland. Til að ná slíkum markmiðum þarf að skapa víðtæka samstöðu um vaxtar- og framþróun næstu ára.

Skýrslan Charting a Growth Path for Iceland.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta