Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hvaða tækifæri felast í að fá erlenda sérfræðinga til Íslands?

Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir opnum rafrænum fundi miðvikudaginn 2. desember kl. 12.00 um tækifærin sem felast í að fá fleiri erlenda sérfræðinga til landsins í hátæknistörf. Fundinum verður streymt á Facebook.

Á Íslandi starfa hundruð erlendra sérfræðinga hjá fjölmörgum hugverka- og nýsköpunarfyrirtækjum. Á fundinum verður farið yfir hvers vegna það skiptir máli að fá erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi og hvað það er helst sem laðar þá hingað.

 

Dagskrá:
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
Work in Iceland – nýtt kynningarmyndband frumsýnt
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech

 

Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, er fundarstjóri.

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta