Föstudagspósturinn 3. desember 2021
Heil og sæl á þessum fyrsta föstudegi á aðventunni.
Stærstu fréttir þessarar viku eru án efa ráðherraskiptin, en á mánudag tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Guðlaugur Þór gleymdi að vísu næstum því að afhenda sjálft lyklaspjaldið, eins og farið var yfir í skemmtilegri frétt á Vísi við tilefnið.
Þórdís Kolbrún er fjórða konan til að gegna embætti utanríkisráðherra og jafnframt yngsti utanríkisráðherra Íslands frá upphafi.
Það má með sanni segja að Þórdís Kolbrún hafi lent á hlaupum í embætti, en sama dag og hún tók við lyklunum flaug hún út til Riga til þess að taka þátt í tveggja daga utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins. „Ég lagði áherslu á öryggismál í Evrópu og á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar skuldbindingar bandalagsríkja. Eins að bandalagið þurfi að bregðast við öryggisáskorunum vegna loftslagsbreytinga og vera virkur samráðsvettvangur um afvopnunarmál. Þá er brýnt að jafnréttissjónarmið og málefni kvenna, friðar og öryggis verði í hávegum höfð, ásamt þeim sameiginlegu gildum og samstöðunni sem bandalagið stendur fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra meðal annars að fundi loknum.
Á samfélagsmiðlum sögðum við einnig frá því að í tilefni fundar Atlantshafsbandalagsins heimsótti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, fjölþjóðaliðið í Lettlandi þar sem Ísland er meðal þátttökuþjóða.
Frá Riga flaug ráðherra yfir til Stokkhólms til að sækja ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Í ræðu sinni lagði hún áherslu á að þátttökuríkin 57 virtu sameiginlegar skuldbindingar og tækju saman höndum um að vinna að friði og stöðugleika þar sem blikur væru á lofti víða í álfunni. Hún benti á að stöðugleiki landamæra, friðsamleg úrlausn deilumála, og vernd mannfrelsis og mannréttinda væru grundvöllur stofnunarinnar.
Í Stokkhólmi notaði Þórdís Kolbrún tækifærið og undirritaði loftferðasamning Íslands og Úkraínu. Um er að ræða fyrsta milliríkjasamning sem hún skrifar undir í embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Loftferðasamningar eru meðal þeirra mikilvægu viðskiptasamninga sem tryggja flutninga til og frá Íslandi, auk þess að greiða aðgang íslenskra flugrekenda að alþjóðamörkuðum,“ sagði Þórdís Kolbrún, en hún undirritaði samninginn ásamt Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.
Very pleased to have signed an Air Services Agreement #ASA ✈️ between Iceland 🇮🇸 and #Ukraine 🇺🇦 with @DmytroKuleba in #Stockholm today. I hope this paves the way for stronger relationship between our two countries, e.g. in the fields of #tourism and #trade. pic.twitter.com/K4BWHOIxpO
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 2, 2021
Þórdís Kolbrún átti auk þess alls sjö tvíhliða fundi samhliða ráðherrafundunum í Riga og Stokkhólmi, með utanríkisráðherrum Belgíu, Litháen, Spánar, Póllands, Aserbaísjan og Úkraínu, auk þess sem hún fundaði með evrópumálaráðherra Írlands. Eins og sjá má á samantekt ráðherra á Twitter voru tvíhliða samskipti ríkjanna og málefni líðandi stundar í alþjóðapólitík efst á baugi á fundunum.
So pleased that my first bilateral meeting as the Foreign Minister of Iceland 🇮🇸 was with @Sophie_Wilmes 🇧🇪 at the @NATO #ForMin in #Riga. Very constructive talks on #sustainable energy, #EEA & #humanrights. Looking forward to enhancing the relationship btw our countries further. pic.twitter.com/m2yAFTpUiX
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 1, 2021
Thank you for our important meeting in #Riga @GLandsbergis. Range of pressing issues on the agenda, esp the situation at the #Belarus border but also #EEA matters and the bilateral relationship btw 🇱🇹 and 🇮🇸. Looking foward to making it even stronger. pic.twitter.com/psoHX8nZUG
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 1, 2021
Met with FM @RauZbigniew on the margins of @NATO #ForMin meeting in #Riga. Iceland🇮🇸 and Poland🇵🇱 enjoy a very important relationship and we discussed #HumanRights, the #EEAGrants and deepening our collaboration even further e.g. in the fields of #Health, #Culture and #Energy pic.twitter.com/Qr3a6HHrcb
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 1, 2021
Pleasure to meet with FM @jmalbares yesterday 🇪🇸. One thing Iceland and Spain have in common are our recent volcanic eruptions 🌋 and 🇮🇸 has provided technical assistance reg. the eruption in #LaPalma. We also had good discussions on #HumanRights, #GenderEquality and the #Climate pic.twitter.com/jvbRUo0iMR
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 1, 2021
Great meeting with 🇮🇪 @ThomasByrneTD today. We discussed Ireland’s new #Nordic region strategy and the deep historical links between our two countries 🇮🇪🇮🇸. The Arctic, #EEA agreement, @COE and #HumanRights also on the agenda. pic.twitter.com/ONTXR3KM95
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 2, 2021
Good to meet 🇦🇿 @bayramov_jeyhun in #Stockholm today and discuss various topics, incl possible collaboration in the field of #RenewableEnergy and the important role of #OSCE in promoting #stability and #security in the region. pic.twitter.com/qwEOWA6OgD
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) December 2, 2021
Það hefur einnig verið nóg um að vera hjá sendiskrifstofum okkar í vikunni.
Í Genf lauk Ísland, ásamt fjölda aðildarríkja alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO, við nýtt samkomulag að samræmingu regluverks þjónustuviðskipta. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, fagnaði samkomulaginu og sagði jafnréttisákvæði þess undirstrika hversu mikilvægt sé að ábati þjónustuviðskipta dreifist jafnt milli karla og kvenna.
Færsla sendiráðs Íslands Í Moskvu, um sýningu Ragnars Kjartanssonar, Santa Barbara – A Living Sculpture, vakti töluverða athygli í vikunni fyrir þær sakir að sjálfur Vladimí Pútín forseti Rússlands heimsótti sýninguna á miðvikudag, en formleg opnun verður laugardaginn 4. desember. Í tilefni af sýningunni komu aðstandendur hennar og nokkrir gestir saman í sendiráðinu í Moskvu í boði Árna Þórs Sigurðssonar sendiherra.
Fleiri loftferðasamningar voru undirritaðir í vikunni en þann 29. nóvember undirritaði Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Danmörku, loftferðasamning Íslands og Mexíkó ásamt Carlos Pujalte Piñeiro, sendiherra Mexíkó gagnvart Íslandi með aðsetur í Danmörku.
Þá bauð Helga Hauksdóttir á sunnudag aðilum í tónlistar- og kvikmyndageiranum í samvinnu við Record in Iceland, Film in Iceland og Vision Denmark til kynningarmóttöku í sendiráðsbústaðnum, þar sem Ísland var kynnt sem ákjósanlegur staður fyrir kvikmyndatökur og tónlistarupptökur.
Í London stóð sendiráðið einnig fyrir viðburði með Record in Iceland.
Í Malaví slógust fulltrúar Íslands í för með Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til TA Makanjira í Mangochi héraði þar sem yfirvöldum var afhent nýendurgert dómshús, sem var endurgert með stuðningi Íslands. Dómshúsið færir réttarþjónustu nær fólkinu í samfélaginu, en það þurfti áður að ferðast yfir hundrað kílómetra til þess að fá aðgang að réttarþjónustu.
Í París stóð sendiráð Íslands fyrir kynningu á útgáfu á Egils sögu sem nýverið var gefin út í Frakklandi í franskri þýðingu Torfa H. Tulinius, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Guðni Bragason, sendiherra Íslands í Nýju Delí, tók þátt í íslenskri kvikmyndahátíð í Chennai borg í Indlandi í síðustu viku. Á meðal kvikmynda sem sýndar voru á hátíðinni voru Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson, Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason og Héraðið eftir Grím Hákonarson. Í ávarpi sínu benti sendiherrann meðal annars á að þetta væri fyrsti íslenski menningarviðburðurinn í Indlandi frá því heimsfaraldur COVID-19 hófst.
Í Washington stóð sendiráð Ísland fyrir viðburði til heiðurs Jessicu Stern sem fyrr á þessu ári var tilnefnd af Joe Biden forseta Bandaríkjanna til að gegna embætti sérstaks erindreki í málefnum hinsegin fólks.
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, tók einnig þátt í fjarfundi um norræna viðskiptamódelið og hvað Bandaríkin geti lært af Norðurlöndunum.
Amb. @BEllertsdottir delivering concluding remarks at a webinar on The #Nordic model for competitive economies: What’s in it for the US?” organized by the #Nordic Embassies in 🇺🇸 in coop. with @BPC_Bipartisan and @NordicCenterUCB. Interesting discussions and great panelists pic.twitter.com/CVI9c7J4Oj
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 1, 2021
Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, tók þátt í fundi um kynbundið ofbeldi á fimmtudag.
Ending violence against women & girls: priority for 🇮🇸, both at home & abroad. Women’s economic empowerment + addressing harmful gender norms are🔑 to end #GBV
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 2, 2021
🇮🇸PR @JValtysson at meeting of @UN Group of Friends - Elimination of Violence against Women&Girls#GenerationEquality pic.twitter.com/gVo20ItU0c
Þá tók Pétur Ásgeirsson sendiherra þátt í fundi Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi í vikunni.
Refreshing to meet with @ArcticCouncil colleagues in #Salekhard ❄️
— MFA Iceland Arctic (@IcelandArctic) November 30, 2021
Meeting in person & an excellent host promotes efficiency, not forgetting the effects of fabulous catering… pic.twitter.com/nbbEIs5BgQ
Á mánudag í næstu viku tekur ráðherra þátt í OECD Development Center fundi. Hún mun flytja ávarp á Nordica á miðvikudag í tilefni Alþjóðadags viðskiptalífsins og á miðvikudag tekur hún einnig þátt í áheitaráðstefnu Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF).
Fleira var það ekki. Minnum á Heimsljós.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.