Hoppa yfir valmynd
1. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Norskir sveitarstjórnarmenn kynna sér íslensk sveitarstjórnarmál

Hópur sveitarmanna frá Noregi heimsótti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í gær. Var hópurinn staddur hérlendis til að kynna sér skipulag sveitarstjórnarstigsins og starfsemi íslenskra sveitarfélaga.

Norsku gestirnir voru frá ýmsum sveitarfélögum Hörðaland-fylkis og óskuðu þeir eftir að fá kynningu á starfsemi og skipulagi sveitarstjórnarstigsins og verkefnum ráðuneytisins á sviði sveitarstjórnarmála. Í upphafi fundarins ávarpaði Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri gestina og flutti þeim kveðju ráðherra og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri og Stefanía Traustadóttir sérfræðingur sáu um kynninguna. Fundinn sat einnig Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður ráðherra.

Gestanna beið síðan fjölbreytt dagskrá þar sem þeir ætla meðal annars að heimsækja og kynna sér stöðu og verkefni íslenskra sveitarfélaga í Hafnarfirði og í Borgarbyggð.

Norskir sveitarstjórnarmenn heimsækja samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta