Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2018 Utanríkisráðuneytið

Mínútu mynd á farsíma í þágu mannréttinda

Tuttugu þúsund evrur eða um tvær og hálf milljón íslenskra króna eru í fyrstu verðlaun í stuttmyndasamkeppninni Mobile Film Festival sem hefst í dag. Keppt er um að gera einnar mínútu langa mynd á farsíma um þemað #StandUp 4HumanRights eða með öðrum orðum að láta til sín taka í þágu mannréttinda. Þetta er jafnframt vígorð og myllumerki herferðar til að minnast þess að í ár eru sjötíu ár liðin frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá.

Hægt er að senda inn mynd á vefsíðu keppninnar til 11.október 2018.

Tuttugu þúsunda evru-verðlaunin eru í formi styrkjar til fjármögnunar á gerð stuttmyndar með tækjum og tólum atvinnumanna og aðstoð framleiðanda.

Auk verðlauna sem eru eyrnamerkt frönskum og alþjóðlegum þátttakendum eru í boði þrjú þúsunda evru verðlaun fyrir besta handrit og jafn há fjárhæð í verðlaun fyrir bestu leikstjórn. 


Þetta er í fjórtánda skipti sem Mobile Film Festival er haldið en að þessu sinni eru samstarfsaðilar YouTube þrír: Creators for Change, Skrifstofa Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið. Keppnin er haldin sem hluti af hátiíðahöldum í París til að minnast sjötugsafmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna í París í desember í ár.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
10. Aukinn jöfnuður

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta