Árni Þór Sigurðsson afhendir afrit af trúnaðarbréfi
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Moskvu, afhenti í gær Vladimir G. Titov, fyrsta varautanríkisráðherra Rússlands, afrit af trúnaðarbréfi sínu.
Við það tilefni ræddu þeir Árni Þór og Titov um samstarf Íslands og Rússlands á sviði viðskipta, menningar og stjórnmála. Samvinna ríkjanna á sviði norðurslóðamála var sérstaklega rædd en Rússland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslandi næsta vor.
Nýleg heimsókn utanríkisráðherra Íslands til Moskvu, stofnun rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins, fyrirhugaðir menningarviðburðir og gagnkvæmar heimsóknir voru einnig meðal umræðuefna.