Hoppa yfir valmynd
1. júní 2023 Matvælaráðuneytið

Möguleiki á fyrirframgreiðslu vegna kornræktar – frestur til 15. júní

Opnað verður fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 1. júní 2023.

Umsækjendur um jarðræktarstyrki til kornræktar, sem stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á korni í síðasta lagi 15. júní fá fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan. Ekki er greidd fyrirframgreiðsla vegna annarrar ræktunar en kornræktar.

Þessi breyting er gerð í samræmi við tillögur Landbúnaðarháskóla Íslands í skýrslunni Bleikir akrar til eflingar kornræktar. Tilgangurinn er að koma til móts við kostnað bænda vegna sáningar og áburðargjafar í kornrækt.

Almennur umsóknarfrestur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður eftir sem áður 1. október en þá á að vera búið að ganga frá endanlegri umsókn. Þeir kornræktendur sem skrá kornrækt á umsókn fyrir 15. júní fá fyrirframgreiðslu en þeir sem gera það eftir þann tíma fá jarðræktarstyrk sem verður greiddur með sama hætti og síðustu ár. Möguleiki á fyrirframgreiðslu er því valkvæður.

Fyrirframgreiðslan (ef um hana er að ræða) kemur til frádráttar jarðræktarstyrkjum umsækjanda sem koma til greiðslu í desember. Stefnt er því að greiða hana út fyrir 1. júlí.

Sjá nánar í reglugerð á vef stjórnartíðinda.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta