Hoppa yfir valmynd
29. september 2014 Forsætisráðuneytið

Margrét Rósa Sigurðardóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Til stjórnarskrárnefndar Alþingis:

Kjósendur á Íslandi eru búnir að samþykkja nýja stjórnarskrá. Störf þessarar nefndar sem skipuð var 2013, eru ólýðræðisleg. Ég krefst þess að tekið verði mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fór fram 20.okt 2012 þar sem 67% þeirra sem afstöðu tóku, samþykktu að tillaga að nýrri stjórnarskrá, sem Stjórnlagaráð lagði fram, skuli lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Ég krefst þess að þessi nefnd ljúki starfi sínu tafarlaust með því að gera tillögu til Alþingis um að það samþykki frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem íslenskir kjósendur hafa efnislega þegar samþykkt og lagt var fram á Alþingi vorið 2013.​

Margrét Rósa Sigurðardóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta