Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Morgunverðarfundur um áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur morgunverðarfund miðvikudaginn 17. nóvember á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Yfirskrift fundarins er „Áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall“.

Dagskráin er á þessa leið:

  1. Staða ungs fólks utan framhaldsskóla
    Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar
  2. Áhrif niðurskurðar á framhaldsskóla
    Gísli Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla
  3. Stuðningur til náms við ungmenni sem búa við félagslega erfiðleika
    Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjafardeild HÍ

Fundarstjóri verður Margrét María Sigurðardóttir

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Í lok fundar verða opnar umræður.

Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is, í síðasta lagi þriðjudaginn 16. nóvember. Þátttökugjald er kr. 1500 sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta