Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2010 Innviðaráðuneytið

Húsnæðisstefna til framtíðar

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað samráðshóp sem falið er að móta heildstæða húsnæðisstefnu til framtíðar. Markmiðið er að tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum. Efla þarf varanlega leigu- og búseturéttarkosti og stuðla að jöfnuði milli búsetuforma. Starfshópurinn skal meðal annars byggja starf sitt á fyrirliggjandi skýrslum og tillögum um húsnæðismál sem unnar hafa verið á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins.  

Áhersla er lögð á breitt samstarf um mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Samstarfið mun ekki einskorðast við samráðshópinn. Félags- og tryggingarmálaráðuneytið mun leita eftir samstarfi við aðra hagsmunaaðila og kynna afrakstur þeirrar vinnu fyrir hópnum.

Samráðshópurinn skal skila ráðherra skýrslu um heildstæða húsnæðisstefnu eigi síðar en 1. apríl 2011.

Félags- og tryggingarmálaráðherra hefur skipað Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur formann samráðshópsins. Eftirtaldir aðilar tilnefna aðra fulltrúa hópsins:

  • Alþýðusamband Íslands
  • Bandalag háskólamanna
  • Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
  • Efnahags- og viðskiptaráðuneyti
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Fjármálaráðuneyti
  • Íbúðalánasjóður
  • Landssamtök lífeyrissjóða
  • Reykjavíkurborg
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Samtök atvinnulífsins
  • Samtök fjármálafyrirtækja
  • Stýrihópur um velferðarvakt
  • Þingflokkur Framsóknarflokksins
  • Þingflokkur Hreyfingarinnar
  • Þingflokkur Samfylkingarinnar
  • Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
  • Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs
  • Öryrkjabandalag Íslands

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta