Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Verkefni til stuðnings íbúum Suðurnesja

Fundur ríkisstjórnarinnar var haldinn í Reykjanesbæ í dag og voru á dagskrá hennar ýmis mál sem varða stuðning við íbúa á Suðurnesjum. Fyrir fundinn hitti ríkisstjórnin forsvarsmenn allra sveitarfélaganna á svæðinu þar sem farið var yfir aðstæður, ekki síst erfitt atvinnuástand og mögulegar leiðir til lausna.

Verkefni sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í eru á ábyrgð nokkurra ráðuneyta. Verkefni sem eru á ábyrgð félags- og tryggingamálaráðuneytisins eru eftirtalin:

Formlegt samstarf á sviði velferðarmála

Ráðinn verður verkefnisstjóri til að halda utan um formlegt samstarf sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga á sviði velferðarmála. Sett verður á fót verkefnisstjórn skipuð fulltrúum sveitarfélaganna, Vinnumálastofnunar, Íbúðalánasjóðs og umboðsmanns skuldara til að vinna með verkefnisstjóranum en velferðarvakt félags- og tryggingamálaráðuneytisins mun heldur utan um framkvæmd verkefnisins fyrir hönd ráðuneytisins.

Útibú umboðsmanns skuldara

Sett verður á fót aðstaða fyrir umboðsmann skuldara á svæðinu þar sem tekið verður á móti fólki sem þarf á þjónustu embættisins að halda. Miðað er við að starfsmenn umboðsmanns skuldara á svæðinu verði tveir til að byrja með.

Réttur til atvinnuleysisbóta lengdur úr þremur árum í fjögur

Á ríkisstjórnarfundinum á Suðurnesjum var einnig ákveðið að félags- og tryggingamálaráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem hámarkstímabil greiðslu bóta úr atvinnuleysistryggingasjóði verði lengt tímabundið úr þremur árum í fjögur.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta