Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra vígir ofanflóðavarnir á Eskifirði

Guðmundur Ingi Guðbrandson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vígði í dag  ofanflóðavarnir við farvegi Bleiksár, Hlíðarendaár og Ljósár á Eskifirði.

Framkvæmdir við gerð varnanna hófust 2014 og og hefur verið unnið á þeim  samfellt síðan. Lögð var áhersla á útlit varnanna, uppgræðslu og gerð göngustíga í undirbúningi framkvæmdanna þannig að þær myndu falla sem best að umhverfinu og og til að bæta aðstöðu fólks til útivistar. Unnið er að fleiri framkvæmdum á Eskifirði við farveg Lambeyrarár og hönnun varna við farveg Grjótár á Eskifirði.

Framkvæmdir þessar eru hluti af því viðamikla verkefni stjórnvalda að auka öryggi fólks á heimilum sínum á hættusvæðum vegna ofanflóða. Er miðað við að ljúka  að fullu við gerð varna á þeim svæðum sem búa við ofanflóðahættu árið 2030.

Guðmundur Ingi fagnaði framkvæmdinni í ávarpi sínu. „Á næstu árum þarf að halda áfram því mikilvæga verkefni að huga að vörnum gegn ofanflóðum eins og hamfarirnar á Flateyri og Seyðisfirði minntu okkur rækilega á. Huga þarf m.a. að því að hugsanlegt er að aftakaúrkoma verði tíðari á næstu áratugum og sífreri í fjallshlíðum minnki. Þetta er talið vera vegna áhrifa loftslagsbreytinga af mannavöldum sem valda nú margvíslegum breytingum á náttúrufari hér á landi sem annars staðar.“

  • Ráðherra og ráðuneytisstjóri ásamt fulltrúum ofanflóðanefndar og bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.  - mynd
  • Vígsluathöfnin fór fram við Bleiksá í nágrenni Eskifjarðarkirkju - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta