Hoppa yfir valmynd
26. október 2017 Utanríkisráðuneytið

Samið um samstarf vegna neyðartilvika erlendis

Haraldur Johannessen og Sturla Sigurjónsson undirrita. - mynd

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag samning um samstarf þegar upp koma neyðartilvik erlendis sem varða íslenska ríkisborgara.

Utanríkisráðuneytið hefur umsjón með skipulagi aðgerða þegar t.d. slys, hamfarir eða hryðjuverk verða erlendis, sem kunna að varða Íslendinga, en samstarfið við ríkislögreglustjóra felur í sér að verði umfang slíkra atburða mikið, færast aðgerðir ráðuneytisins í samhæfingarmiðstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta