Hoppa yfir valmynd
30. júní 2021 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Skólastarf á Íslandi á tímum faraldursins vakti athygli á þemaþingi Norðurlandaráðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók í dag þátt í fyrirspurnatíma með norrænum samstarfsráðherrum á þemaþingi Norðurlandaráðs um viðbrögð við kórónufaraldrinum. 

Í erindi sínu gerði Sigurður Ingi grein fyrir stöðu faraldursins á Íslandi og að nú hafi öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands verið aflétt. Ísland hafi verið fyrsta Evrópulandið til að stíga þetta skref til fulls.

Þá fór ráðherra yfir þann lærdóm sem draga mætti af faraldrinum og sagði m.a. „að samskipti við almenning væru einn mikilvægast hlekkurinn í viðbragði við almannavá. Stöðug samskipti þar sem gætt er sérstaklega að trúverðugleika er það sem helst stuðlar að þátttöku fólks í sóttvarnaaðgerðum og þeim breytingum á daglegu lífi sem þörf er á,“ sagði Sigurður Ingi.  

Þá upplýsti ráðherra að „á Íslandi hafi verið lögð áhersla á að halda skólastarfi fyrir börn opnu og frekar litlar truflanir verið á grunnskólastarfi.“ Vakti það sérstaka athygli þátttakenda í umræðunum hversu vel hafi tekist á Íslandi að halda skólastarfi gangandi við mjög krefjandi aðstæður.

Um norrænt samstarf á tímum kórónuverufaraldurs sagði ráðherra mikilvægt að standa vörð um það, læra af reynslunni og efla samstöðu við slíkar aðstæður. Lauk hann erindi sínu með að segja að „við verðum betur undirbúin næst.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta