Þriðji fundur verkefnisstjórnar 50+
Hvers vegna dregur úr sí- og endurmenntun fólks á vinnumarkaði eftir fimmtugt?
Er fólki mismunað innan fyrirtækja eftir aldri með tilliti til möguleika á sí- og endurmenntun?
Hvað ræður námsframboði símenntunaraðila?
Tengist raunfærnimat stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði?
Atvinnurekendur, stjórnendur, vinnumiðlarar, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið!
Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Síðasti fundur af þremur verður á Grand hóteli, Hvammi, þann 7. desember næstkomandi kl. 8.30–10.00.
Dagskrá
- Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, fjallar um símenntun innan fyrirtækja. Eru eldri starfsmenn hvattir til þátttöku í símenntun jafnt og þeir sem yngri eru? Hvernig skynja fyrirtækin þrýsting á þátttöku? Eru þeir eldri tregari til þátttöku en þeir yngri? Skiptir starfsmannastefna máli varðandi þátttöku? Hvaða skýringar eru á minni þátttöku eldra fólks í endurmenntun?
- Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, fjalla um símenntunaraðila og samspil framboðs og eftirspurnar. Hvernig verður framboðið til og eftir hverju fara símenntunaraðilar þegar námsframboð er ákvarðað? Tengist raunfærnimat á einhvern hátt stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði?
- Umræður.
Fundarstjóri Elín R. Líndal.
Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is
Morgunverður verður framreiddur frá kl. 8.00. Verð 1.400 kr.