Ísland er í öðru sæti yfir þjóðir heims sem nýta vel nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni
Af þeim 104 þjóðum sem Alþjóðaefnahagsráðið nær til er Ísland í 2. sæti yfir þjóðir sem nýta vel nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni.
Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), einugis Singapúr stendur okkur framar í ár. Norðurlandaþjóðirnar eru allar ofarlega á lista, Finnland í 3. sæti, Danmörk í 4. sæti, Svíþjóð í 6. sæti og Noregur í því þrettánda.