Fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005–2010
Samgönguráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að gerð fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005–2010 en með henni er stefnt að því að móta heildarstefnu í fjarskiptamálum á Íslandi.
Markmið sem að er stefnt
Að leggja grunn að framþróun íslensks samfélags með því að bjóða bestu, hagkvæmustu og öruggustu rafrænu samskiptin með beitingu fjarskipta- og upplýsingatækni.
Í starfi sínu skal starfshópurinn hafa til hliðsjónar nýja stefnumótun forsætis-ráðuneytisins um upplýsingasamfélagið, "Auðlindir í allra þágu – Stefnan um upplýsingasamfélagið 2004–2007".