Hoppa yfir valmynd
5. desember 2022 Utanríkisráðuneytið

Blásið til sóknar í Malaví gegn kynferðislegu ofbeldi

Fullltrúar samstarfsaðila fyrir framan nýja bifreiðina ásamt utanríkisráðherra og fulltrúum íslenska sendiráðsins í Lilongve - mynd

Sendiráð Íslands í Lilongve gerði á dögunum samstarfssamninga um jafnréttismál við tvenn frjáls félagasamtök, Gender Justice Unit og Go Fund a Girl Child, og Mannréttindaskristofu Malaví. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra átti í gær fund með fulltrúum þessara samstarfsaðila og afhenti við það tækifæri Mannréttindastofnun Malaví bifreið, sem er hluti af fyrrnefndum samningi, til að auka rannsóknargetu stofnunarinnar á kynferðisofbeldi og kynferðislegu áreiti.

Samstarfið er til marks um aukna áherslu á jafnréttismál í öllu þróunarstarfi Íslands í Malaví en einnig um aukna samvinnu við staðbundin frjáls félagasamtök.Samstarfið felst í heildstæðum stuðningi til að fyrirbyggja og uppræta kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í opinbera geiranum og á stærri vinnustöðum.

„Kynbundið ofbeldi er því miður útbreitt vandamál í Malaví eins og víðast hvar annars staðar í heiminum og Ísland leggur mikla áherslu á að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni í verkefnum sem studd eru af Íslandi í samstarfshéruðunum. Því er ákaflega ánægjulegt að búið sé að tryggja samstarf við félög og stofnun sem sérhæfa sig í umbótum á þessu sviði,“ sagði utanríkisráðherra að loknum fundinum.

Samkvæmt nýlegum ábendingum í jafnréttisvottunarferli Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem Ísland undirgekkst fyrst þjóða, ber Íslandi að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi í sameiginlegum þróunarverkefnum með héraðsstjórnum Mangochi og Nhkotakota. Íslenska sendiráðið í Lilongwe gerði því samstarfssamninga í því skyni að efla getu héraðsstjórnanna til þess að sinna því hlutverki.

Nýleg lýðheilsukönnun í Malaví sýndi að 34 prósent allra aðspurðra kvenna og stúlkna höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi og þar af höfðu 24 prósent þeirra orðið fyrir ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. Tæplega helmingur hafði ekki sagt neinum frá ofbeldinu vegna skammar, af ótta við að vera ekki trúað, eða vegna vanþekkingar á því hvar þær gætu leitað réttar síns. Skýrsla Mannréttindastofnunar Malaví frá 2021 leiddi í ljós að 70 prósent stjórnenda hafa litla sem enga þekkingu á málaflokknum.

  • Utanrikisráðherra á fundi  sem nýjum samstarfsaðilum um sókn í jafnréttismálum. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta