Hoppa yfir valmynd
31. maí 2021

Kristín A. Árnadóttir nýr fastafulltrúi Íslands í Vínarborg.

Kristín afhendir Ghada Fathi Waly, framkvæmdastjóra skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg (UNOV) og fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sþ (UNODC), fulltrúabréf sitt.  - myndUNOV

Kristín A. Árnadóttir sendiherra tók við stöðu fastafulltrúa Íslands í Vínarborg 1. maí s.l. Fastanefnd Íslands í Vínarborg hefur fyrirsvar gagnvart Öryggissamvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA), undirbúningsstjórn samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBTO) og skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV) sem meðal annars fer með fyrirsvar um varnir gegn eiturlyfjum, afbrotum, mansali og spillingu (UNODC).

Utanríkisráðuneytið leggur mikla áherslu á markvissa þátttöku í varnar- og öryggissamvinnu á vettvangi ÖSE en þetta árið leiðir Svíþjóð það starf sem forysturíki. Mikilvægt starf er unnið af undirstofnunum ÖSE á sviði mannréttinda- og lýðræðis. Aðildarríki stofnunarinnar eru 57 og er Vínarborg mikilvægur vettvangur samráðs þeirra.

Kristín hefur afhent fulltrúabréf hjá framangreindum alþjóðastofnunum og átt fundi með framkvæmdastjórum þeirra. Undanfarin misseri hefur starfsemin einkennst af þeim takmörkunum sem heimsfaraldur hefur sett allri starfsemi en er nú að komast í eðlilegt horf að nýju.

  • Kristín afhendir Helgu Maria Schmid framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fulltrúabréf sitt. - mynd
  • Af fundi Kristínar og Helgu Maria Schmid framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). - mynd
  • Kristín og Helga Maria Schmid framkvæmdastjóri Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vínarborg. - mynd
  • Kristín afhendir Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar(IAEA) fulltrúabréf sitt. - mynd
  • Kristín og Lassina Zerbo, framkvæmdastjóri undirbúningsstjórnar samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBTO). - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta