Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Fánar Norðurlandanna
Fánar Norðurlandanna

Í byrjun júní sl. stóð velferðarráðuneytið, í samvinnu við norrænu ráðherranefndina, fyrir ráðstefnu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Ráðstefnan var haldin í Hofi á Akureyri.  Samhliða ráðstefnunni stóðu um 20 hagsmunasamtök og fyrirtæki fyrir kynningum á sinni starfsemi.  Nú eru gögnin frá ráðstefnunni aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins.

Á ráðstefnunni var settur á laggirnar samráðsvettvangur milli ráðuneytisins og þeirra sem hana sóttu. Tilgangurinn er m.a. sá að fá þá sem voru á ráðstefnunni til að rýna í lokadrög stefnu í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu ásamt því að skapa vettvang fyrir þann fjölbreytta hóp sem lætur sig þróun á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu varða. Ráðuneytið væntir þess að samráðsvettvangurinn geti leitt til sköpunar nýrra hugmynda og þróunar eldri á sviði velferðarþjónustu á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta