Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hjálparvakt tannlækna fyrir börn og unglinga

Hjálparvakt tannlækna
Hjálparvakt tannlækna

Dregið hefur stórlega úr þáttöku íslenskra stórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasir gífurleg hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir. Í sumum tilfellum bíður fólk þess aldrei bætur.

Tannlæknar hafa ákveðið að koma til móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá börnum og unglingum. Skorað er á barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör að nýta sér þetta tækifæri til ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri.

Hjálparvakt tannlækna er samstarfsverkefni Tannlæknafélags Íslands og Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Þjónustan er veitt í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Tanngarði, laugardagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23. maí frá kl. 10.00 – 13.00.

Ekki er tekið við tímapöntunum en ráðstafanir eru gerðar til þess að biðtími verði ávallt hóflegur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands í síma 525 4850.

Tannlæknafélag Íslands
Háskóli Íslands - Tannlæknadeild



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta