Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Vel heppnuð vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum

Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa stóðu í dag fyrir vel heppnaðri vinnustofu um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu. Að sögn Davíðs Bjarnasonar, deildarstjóra atvinnulífs og svæðasamstarfs á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, var vinnustofan meðal annars hugsuð til að stofna til aukins samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum

Í kjölfar skýrslu stýrihóps um utanríkisþjónustu til framtíðar hefur utanríkisráðuneytið eflt samvinnu við atvinnulífið og einkafyrirtæki um þróunarverkefni svo íslenskt sérþekking geti betur nýst í þágu sjálfbærrar þróunar og til þess að greiða leið þeirra fyrirtækja sem vilja nýta sér viðskiptatækifæri í þróunarríkjum.

Fjölbreyttur hópur fulltrúa úr íslensku atvinnulífi tók þátt í vinnustofunni á Grand hótel í Reykjavík og skapaðist góður vettvangur til skoðanaskipta og til þekkingarmiðlunar, að sögn Davíðs. Fjallað var um tækifæri og hindranir hvað varðar þátttöku fyrirtækja í viðskiptum í þróunarlöndum og hvernig íslenskt atvinnulíf og hið opinbera geta unnið betur saman m.a. í gegnum tengslamyndum og upplýsingamiðlun.

Unnið verður úr niðurstöðum fundarins og þær nýttar í áframhaldandi útfærslu á samstarfi og samráði utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu við atvinnulífið.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta