Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Staðfest: 244.000 bóluefnaskammtar frá Pfizer í maí, júní og júlí

Afhending bóluefna gegn COVID-19 frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer eykst jafnt og þétt. Von er á samtals 244.000 bóluefnaskömmtum Pfizer til Íslands í maí, júní og júlí. Í dag fékkst staðfest að tvöfalt fleiri bóluefnaskammtar verða afhentir í júlí en áður var vænst.

Í maí berast 70.200 bóluefnaskammtar frá Pfizer, í júní 82.000 skammtar og í dag fékkst staðfest að í júlí má gera ráð fyrir 92.000 skömmtum frá framleiðandanum.

Eins og fram kom í frétt á vef Lyfjastofnunar 26. mars síðastliðnum hefur Lyfjastofnun Evrópu unnið að því að efla framleiðslugetu markaðsleyfishafa bóluefna gegn COVID-19 og hraða afhendingu þeirra. Liður í því var meðal annars að veita samþykki fyrir nýjum framleiðslustöðum bóluefnanna í Evrópu. Ætla má að þessar aðgerðir séu farnar að skila árangri, því afhending bóluefna frá Pfizer eykst nú jafnt og þétt.

Myndin hér að neðan sem sýnir staðfestar afhendingaráætlanir bóluefna hefur verið uppfærð samkvæmt staðfestum upplýsingum um afhendingu Pfizer, nema hvað ekki liggur fyrir hvernig vikulegri afhendingu bóluefnanna í júlímánuði verður háttað.

Bóluefnadagatal heilbrigðisráðuneytisins og sóttvarnalæknis verður uppfært eftir helgina.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta