Hoppa yfir valmynd
15. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar varðandi afhendingu bóluefnis frá Pfizer

Breytingar varðandi afhendingu bóluefnis frá Pfizer - myndStjórnarráðið

Áætlun Pfizer um afhendingu bóluefna hefur raskast og ljóst að færri skammtar koma til Íslands um áramót en samningar gerðu ráð fyrir. Miðað var við að Ísland fengi þá rúmlega 21.000 skammta en þeir verða um 10.000. Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns. Nánari upplýsingar um afhendingu bóluefnis Pfizer á fyrsta ársfjórðungi næsta árs ættu að liggja fyrir á næstu dögum. Samningurinn við Pfizer kveður á um samtals 170.000 skammta sem dugir fyrir 85.000 manns. 

Auk samnings við Pfizer hefur Ísland lokið samningi við bóluefnaframleiðandann Astra Zeneca og samningsgerð við Janssen er á lokastigi. Samtals tryggja samningar við þessa framleiðendur auk Pfizer bóluefni fyrir 281.000 einstaklinga. Samningsgerð er einnig hafin við lyfjaframleiðandann Moderna.

Ástæðan fyrir breyttri áætlun Pfizer um afhendingu bóluefnisins eru hráefnisskortur og snýr breytt áætlun jafnt að Íslandi og öðrum Evrópuþjóðum. 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta