Hoppa yfir valmynd
17. mars 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Tengsl húðkrabba og notkunar ljósabekkja

Börn yngri en 18 ára ættu ekki að nota ljósabekki að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem þeir eigi þátt í mikilli fjölgun húðkrabbameinstilfella. Ungu fólki er hættara við því en öðrum að fá húðkrabbamein við notkun ljósabekkja. Stofnunin birtir umfjöllun um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar er m.a. vakin athygli á því hve tíðni húðkrabbameina hefur aukist gríðarlega á síðustu áratugum, ekki síst í Bandaríkjunum og Norður Evrópu. Í umfjöllun WHO er vakin athygli á reglum sem sumar þjóðir hafa sett til að takmarka notkun ljósabekkja, einkum hjá ungu fólki. Stofnunin hvetur þjóðir til að setja slíkar reglur.

WHO hefur gefið út bækling með leiðbeiningum og varnaðarorðum um ljósabekkjanotkun og er hann aðgengilegur á heimasíðu stofnunarinnar ásamt fleiri upplýsingum um þetta efni.

Nánar á heimasíðu WHO...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta