Hoppa yfir valmynd
22. mars 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Menn treysta heilbrigðisþjónustunni

Traustið sem menn bera til heilbrigðisþjónustunnar hefur í annan tíma ekki verið meira. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallups í mars. Sjö af hverjum tíu treysta heilbrigðiskerfinu sem er þannig í öðru sæti yfir opinberar stofnanir. Mest traust bera menn til Háskóla Íslands en 86 af hundraði aðspurðra sögðust treysta HÍ. Hlutfallslega fleiri treysta heilbrigðisþjónustunni nú en fyrr á árinu eða um 7%. Fyrir tveimur árum sögðust 61% aðspurðra treysta heilbrigðiskerfinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta