Hoppa yfir valmynd
22. mars 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar á skipan þjónustu blóðbanka

Árni Magnússon, starfandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lyfjalögum og lögum um heilbrigðisþjónustu. Í frumvarpinu er lagt til meðal annars að Lyfjastofnun verði falið það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi blóðbanka, þ.e. eftirlit með meðferð, geymslu og meðhöndlun blóðs og blóðafurða. Landlækni er jafnframt falið að fara með eftirlit með starfseminni samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Samhliða þessu er lagt til að það verði orðað sérstaklega í lögum um heilbrigðisþjónustu,  að Landspítalinn starfræki blóðbanka sem hafi með höndum blóðbankaþjónustu á landsvísu. Lagt er til að ráðherra verði veitt heimild til nánari útfærslu þessara ákvæða í reglugerð.

 

Ræða ráðherra

Frumvarp - breyting á lyfja-og heilbrigðisþjónustulögum



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta