Geðlæknisþjónusta efld á Litla-Hrauni.
Ákveðið hefur verið að efla geðlæknisþjónustu við fangelsið á Litla-Hrauni. Þar starfar nú læknir í 25% starfi en heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Suðurlands fjárveitingu sem gerir kleift að auka stöðuna í 75%. Læknirinn mun einnig sinna öðrum störfum og veita þjónustu íbúum á Suðurlandi sem hingað til hafa þurft að sækja geðlæknisþjónustu til Reykjavíkur.