Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimsækir Kína

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er í opinberri heimsókn í Kína og hitti í morgun starfsbróður sinn þar í landi. Tilefni heimsóknarinnar er að framlengja sérstakan samning landanna á heilbrigðissviði og skrifuðu ráðherrarnir undir viðbótarsamning á fundi sínum í dag. Samið er um vistaskipti heilbrigðisstarfsmanna þjóðanna en auk þess er í samkomulaginu gert ráð fyrir að þeir sem hafa með höndum stjórnsýslu og stefnumótun í heilbrigðisþjónustunni eigi þess kost að miðla þekkingu sinni og reynslu austur í Kína. Hafa þarlendir áhuga á að kynnast þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar og beinist áhuginn einkum og sér í lagi að grunnþjónustu heilsugæslunnar sem þeir telja til fyrirmyndar.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta