Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag

Fjallað var um heilsufar mæðra og barna hérlendis og í alþjóðlegu samhengi og um þá félagslegu þætti sem hafa áhrif á heilsufar mæðra og barna á morgunverðarfundi sem haldinn var á Nordica hótelinu í Reykjavík í tilefni Alþjóðaheilbrigðisdagsins sem er í dag. Fundurinn var á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Landlæknisembættisins, Heilsugæslunnar í Reykjavík, Lýðheilsustöðvar, og Landspítala - háskólasjúkrahúss

Það er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sem hvetur aðildarþjóðir sínar til að beina kastljósinu að mæðrum og ungum börnum að þessu sinni meðal annars til að vekja menn til vitundar um að í ár deyja 11 milljónir barna fimm ára og yngri vegna einhvers sem koma má í veg fyrir. Geir Gunnlaugsson, barnalæknir, dró einmitt fram í erindi sínu þessar staðreyndir. Hann vakti athygli á að árlega “lætur hálf miljón mæðra lífið í tengslum við þungun og fæðingar. Þegar barnið er fætt má reikna með að 3-4 miljónir þeirra deyi á fyrstu fjórum vikunum og flest þeirra strax á fyrstu viku ævinnar. Þessu til viðbótar er talið að um 7 miljónir barna deyi árlega fyrir fimm ára aldur af völdum sjúkdóma sem hægt er að lækna á einfaldan hátt, eins og t.d. lungnabólgu, niðurgangi og mislingum.”

pdf-takn Fréttatilkynning...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta