Hoppa yfir valmynd
29. október 2019 Matvælaráðuneytið

Vilji til að auka innflutning til Kína ​

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í morgun fund með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla. Á fundinum lýstu Kínversk stjórnvöld yfir vilja til að auka enn frekar innflutning til Kína frá Íslandi, m.a. með því að greiða frekar fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti.

Kristján Þór er staddur í Kína til að sækja sjávarútvegssýninguna í  Qingdao í Kína en um er að ræða aðra af stærstu sjávarútvegsýningum í heimi og taka 11 íslensk fyrirtæki þátt í sýningunni í ár. Hann hefur jafnframt nýtt ferðina til að funda með stjórnvöldum í Kína, m.a. til að fylgja eftir fríverslunarsamning sem tók gildi milli landanna árið 2014.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Ég mun á fundum mínum með stjórnvöldum í Kína leggja áherslu á frekari þróun fríverslunarsamningsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland í ljósi þess að Kína er stærsti innflytjandi sjávar- og landbúnaðarafurða í heiminum og verð fyrir t.d. lax er hærra hér en á öðrum mörkuðum. Þá er jafnframt reiknað með að millistéttin í Kína muni stækka umtalsvert á komandi árum. Það er því gríðarstórt hagsmunamál fyrir Ísland að þessi samskipti gangi vel og það er því ánægjulegt að heyra vilja Kínverskra stjórnvalda til að greiða fyrir frekari innflutningi til Kína frá Íslandi.“

 

  • Frá fundi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Kína - mynd
  • Frá fundi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Kína - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta