Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2013

Kveðja til Vilborgar Örnu Gissurardóttur, suðurpólsfara

Suðurskautslandið

Forsætisráðherra hefur sent svohljóðandi heillaóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands:

Til Vilborgar Örnu Gissurardóttur, suðurpólsfara

Kæra Vilborg.

Ég vil fyrir hönd ríkisstjórnarinnar óskar þér innilega til hamingju með að hafa náð því markmiði sem þú settir þér. Þú hefur sýnt þrautseigju, kjark og æðruleysi við erfiðar aðstæður.

Íslenska þjóðin hefur fylgst grannt með för þinni, afrek þitt er fyrirmynd og hvatning fyrir okkur öll og við samfögnum þér nú þegar þessum stóra áfanga er náð.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta