Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss.
Með vísan til 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993 og reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir innflutning á kjöti úr dýrum af nautgripakyni og osti og ystingi, fyrir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2025.
Vara |
Tímabil |
Vörumagn |
Verðtollur |
Magntollur |
|
Tollskrárnr: |
kg |
% |
kr./kg. |
||
ex0210.xxxx |
Nautgripkjöt - Vöruliður 0210: |
01.07.24-30.06.25 |
10.000 |
0 |
0 |
Kjöt af dýrum af nautgripakyni: |
|||||
0210.2001 |
-- Beinlaust |
0 |
0 |
||
0210.2009 |
-- Annars |
0 |
0 |
||
0406.xxxx |
Ostur og ystingur: |
01.07.24-30.06.25 |
15.000 |
0 |
0 |
Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Úthlutun er ekki framseljanleg.
Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vefkerfinu tollkvoti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá matvælaráðuneytinu. Ef óskað er eftir nýskráningu notenda skal hafa samband við ráðuneytið í síma 545-9700 eða á [email protected]. Sjá eftirfarandi ítarefni vegna úthlutunar tollkvóta.
Opnað verður fyrir umsóknir á tollkvoti.is; mánudaginn 22. apríl 2024 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 23.59, mánudaginn 6. maí 2024.
Matvælaráðuneytinu, 22. apríl 2024.