Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Kynnir breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra fyrir heimamönnum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta og halda fundi með fulltrúum sveitarstjórna til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma sýslumanna og lögreglustjóra. Lagafrumvörp þessa efnis eru nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrsti fundurinn verður í dag á Hvolsvelli.

Innanríkisráðherra mælti á dögunum fyrir tveimur frumvörpum sem gera annars vegar ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og hins vegar lögreglustjóra. Tilgangurinn með stærri rekstrareiningum sýslumannsembætta er að auka og efla þjónustu ríkisins í héraði og skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. Á sama hátt er tilgangurinn með breytingum á umdæmum lögreglustjóra að auka samhæfingu og samstarf innan lögreglunnar um land allt, standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar, efla stjórnun innan lögreglu og gera lögreglustjórum kleift að sinna alfarið lögreglustjórn.

Frumvörpin gera ráð fyrir að sýslumannsembættum fækki úr 24 í níu og lögregluembættum úr 15 í átta. Þá er gert ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar 2015.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta