Endurskoðuð áætlun um úthlutun framlaga vegna málefna fatlaðra árið 2023 nemur 27,4 milljörðum króna
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutun framlaga vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2023.Um er að ræða endanlega áætlun ársins 2023 og kemur síðasta greiðsla framlaganna til framkvæmdar í lok janúar. Áætlunin gerir ráð fyrir að framlög ársins 2023 nemi 27,4 milljörðum króna.