Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2018 Innviðaráðuneytið

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2018 birtar

Samkvæmt reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga skulu sveitarfélög fyrir lok hvers árs skila fjárhagsáætlunum næsta árs með rafrænum hætti til upplýsingaveitu sveitarfélaga. Hún er vistuð er hjá Hagstofu Íslands sem vinnur þjóðhagsreikninga úr þessum upplýsingum.

Á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis hafa fjárhagsáætlanir sveitarfélaga verið teknar saman í eitt skjal sem sjá má á tengli hér að neðan. Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun hvers sveitarfélags fyrir sig með greinargerðum má í mörgum tilvikum sjá á vef viðkomandi sveitarfélags.

Öll sveitarfélög landsins hafa skilað umræddum upplýsingum nema Skorradalshreppur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta