Áslaug Eir sett í embætti Fiskistofustjóra til 30. apríl 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur í embætti Fiskistofustjóra frá deginum í dag til 30. apríl 2020.
Áslaug Eir er sjávarútvegsfræðingur og hefur starfað hjá Fiskistofu í 12 ár þar sem hún er sviðstjóri. Hún hefur einnig verið staðgengill Fiskistofustjóra.
Eyþór Björnsson sagði starfi sínu sem Fiskistofustjóri lausu fyrr á árinu og hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).
Umsækjendur um embætti Fiskistofustjóra
Alls bárust nítján umsóknir um starf Fiskistofustjóra, en umsóknarfrestur rann út þann 28. febrúar 2020.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ráðherra skipar nefnd til að meta hæfni umsækjenda
Umsækjendur eru:
- Admir Mrati, verkamaður
- Arnar Ágústsson, fyrsti stýrimaður
- Arnljótur Bjarki Bergsson, sjávarútvegsfræðingur
- Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
- Bergur Elías Ágústsson, framkvæmdastjóri
- Davíð Jónsson, sjávarútvegsfræðingur
- Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, forstöðumaður
- Gísli Hrannar Sveinsson, stjórnunarfræðingur
- Gunnar Hrafn Hall, sjómaður og verkfræðingur
- Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur
- Jóhann Friðberg Helgason, framkvæmdastjóri
- Njáll Ragnarsson, sérfræðingur
- Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri
- Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri
- Sigurður Jóhannesson, umhverfis- og auðlindafræðingur
- Svavar Halldórsson, ráðgjafi
- Svanhvít Pétursdóttir, viðskiptafræðingur
- Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður
- Dr. Ögmundur Knútsson, ráðgjafi
Nefndin mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.