Ný skýrsla um Vestmannaeyjagöng
Í tilefni þess að samgönguráðuneytinu hefur borist ný skýrsla um möguleika og kostnað við hugsanleg jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja sem unnin var fyrir Ægisdyr, félag áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, vill samgönguráðuneytið taka fram eftirfarandi:
Samgönguráðuneytið lætur nú vinna að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmanneyja í samræmi við þær tilögur sem nefnd undir formennsku Páls Sigurjónssoanr verkfræðings vann.
Samgönguráðherra þykir rétt að fá sérfræðinga til að fara yfir efni þessarar nýju skýrslu Ægisdyra og meta hvort rétt er að leggja í meiri rannsóknir vegna hugsanlegra jarðganga.
Minnt skal á að niðurstaða nefndarinnar um framtíðarskipan samgangna milli Vestmannaeyja og lands var sú að gerð hafnar í Bakkafjöru fyrir ferju milli lands og Eyja væri fýsilegasti kosturinn. Í samræmi við þá niðurstöðu skipaði samgönguráðherra starfshóp til að fara yfir tillögur hópsins og vinna að frekari undirbúningi hafnargerðar og vals á ferju sem henta myndi til siglinganna. Starfshópurinn er að taka til starfa og mun vinna hans halda ótrufluð áfram þrátt fyrir athugun á skýrslunni sem unnin var fyrir Ægidyr.