Hoppa yfir valmynd
3. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Fékk repjuolíu á ráðherrabílinn

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heimsótti í dag Siglingastofnun og fékk á ráðherrabílinn íslenskt umhverfisvænt eldsneyti. Siglingastofnun hefur undanfarið stýrt rannsóknarverkefni um að þróa hráefni úr repju sem eldsneyti á bíla og fyrir skip.

Repjuolía var sett á ráðherrabílinn.
Repjuolía var sett á ráðherrabílinn.

Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri og Gísli Viggósson, forstöðumaður Rannsókna- og þróunarsviðs, afhentu eldsneytið. Tilraunaverkefnið er í umsjón Jóns Bernódussonar, verkfræðings hjá Siglingastofnun, og unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og bændur á nokkrum stöðum á landinu. Fól það í sér tilraunaræktun á tvíærum káljurtum sem nefnast repja og nepja en úr þeim má meðal annars vinna umhverfisvæna dísilolíu. Jafnframt gerði það ráð fyrir að ræktað væri á annars ónýttum landsvæðum og myndi því ekki koma í stað matvælaræktunar.

Ráðherrann sagði meðal annars við þetta tækifæri að verkefnið væri afar áhugavert og sérfræðingar Siglingastofnunar og samstarfsaðilar ættu heiður skilinn fyrir framtakið. Mikilvægt væri að þróa verkefnið áfram þannig að fá framleiða mætti íslenskt eldsneyti til dæmis til að nýta á hluta skipaflotans. Byrjunin lofaði góðu og sagði hann verkefnið njóta velvildar samgönguyfirvalda.

Sjá nánar um repjuverkefnið á vef Siglingastofnunar.

Repjuolía var sett á ráðherrabílinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta