Hoppa yfir valmynd
1. október 2014 Forsætisráðuneytið

Friðrik Ólafsson - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Athugasemdir við Starf stjórnarskránefndar, 1. áfangaskýrslu júní 2014.

Í inngangi 1. kafla gefur nefndin sér það, að megin vandamál Lýðveldisins Íslands, sé að þjóðaratkvæðagreiðslur geti leitt til veikingar fulltrúalýðræðisins?

Að ganga út frá þessu sem einhverri grunnforsendu er miður og augljóst að markmið nefndarinnar eru ekki háleit! Stjórnarskrá á að vera skýr, öllum almenningi í landinu, ekki bara lögfræðingum? Hún á að vera á einföldu máli og lýsa hvernig almenningur vill hafa reglu á samfélagi sínu, en ekki hvernig einhverjir hagsmunahópar eigi að hafa það. Ísland er lýðveldi og það er þjóðarinnar að ákveða hverjar reglurnar eigi að vera og þjóðin á að geta tekið ákvörðun um það hvenær sem er, hvenær hún vill breyta þessum reglum, það er með þjóðaratkvæðagreiðslum. Það er ekki ,,stjórnálamanna" að ákveða það?

Annað ,,lögfræðilegt" vandamál (orðalag) kemur fram í grein 1.2, að þjóðaratkvæðagreiðsla geti bæði verið ráðgefandi og ekki ráðgefandi. Þjóðaratkvæðagreiðsla almennings getur ekki verið bæði? Hvernig getur núverandi þjóðaratkvæðagreiðsla almennings í Alþingiskosningum verið ráðgefandi eða er hún það? Það sem þjóðin ákveður í kosningu er bindandi þar til hún kýs aftur? Þannig á, til dæmis, almenningur að geta kosið alþingismenn - ráðherra - embættismenn úr ,,starfi" hvenær sem er, ef hann tekur ákvörðun um það.

Það virðast engin mörk vera á því hvað menn afbaka einföld hugtök, eins og til dæmis, þjóðaratkvæðagreiðsla. Það þarf að undirstrika þetta betur eða taka af allan vafa, að það eigi ekki að ,,túlka" stjórnarskrá. Hún á að vera skýr þannig að allir vitibornir einstaklingar, jafnvel unglingar, skilji hana án aðstoðar ,,sérfræðinga" sem jafnvel skilja hana ekki heldur?

Ef ,,þjóðaratkvæðagreiðsla á að vera ráðgefandi" á að kalla það annað, til dæmis ,,ráðgefandi atkvæðagreiðsla fyrir ósjálfstæða stjórnmálamenn í vanda"? Ef þannig fáist meirihluta ráðgjöf við vandamálum stjórnmálamanna hjá þjóðinni til handa stjórnmálamönnum í vanda, þá ber þeim að framfylgja niðurstöðunni?

Þjóðkjörnir aðila eiga að gera sér grein fyrir því, að þeir eru að vinna hjá Lýðveldinu Ísland en ekki öfugt og þeir eiga að sýna auðmýkt í störfum sínum og virðingum fyrir almenningi.

Um önnur atriði er stjórnarskrárnefnd takmarkaði sig við, í lítilæti sínu, gætu leysts sjálfkrafa auk annarra í framtíðinni ef nefndarmenn væru opnari og gerðu sér grein fyrir því að þeir væru að vinna fyrir allan almenning í Lýðveldinu Ísland, en ekki takmarkaðan hluta þess. Þá á ekki að taka það langan tíma að aðlaga Stjórnarskrá að samtímanum, þannig að hún komi almenningi að gagni áður en hann deyr?

Í lokin mætti stjórnarskrár nefnd gera tillögu að því að breyta fyrstu grein Stjórnarskrár, að

Ísland er lýðveldi (setja punkt hér á eftir)

(og sleppa því í fyrstu greina, að það sé einungis vegna þess að, lýðveldið sé með þingbundna stjórn?)

Virðingarfyllst,
Friðrik Ólafsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta