Hoppa yfir valmynd
2. október 2007 Utanríkisráðuneytið

Íslensk stjórnvöld fordæma ofbeldisverk í Mjanmar/Burma á fundi mannréttindaráðs S.þ.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 107/2007

Sjötti fundur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Genf 28. september sl. samþykkti tillögu 53 ríkja, þar með talið Íslands, að halda sérstakan fund mannréttindaráðsins vegna ástands mannréttindamála í Mjanmar/Burma. Fundurinn er haldinn í Genf í dag 2. október 2007 og mun Kristinn F. Árnason fastafulltrúi Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf flytja yfirlýsingu fyrir hönd stjórnvalda.

Yfirlýsingin felur í sér fordæmingu á ofbeldisverkum þeim sem viðgengist hafa við að bæla niður friðsamleg mótmæli í Mjanmar/Burma, þ.m.t. barsmíðar, morð og óréttmætar fangelsanir. Stjórnvöld í Mjanmar/Burma eru hvött til að tryggja virðingu fyrir grundvallarmannréttindum og að aflétta öllum hömlum á friðsamlegri pólitískri starfsemi. Þess er krafist að stjórnvöld í Mjanmar/Burma leysi úr haldi án tafar þá einstaklinga sem teknir hafa verið til fanga þ.m.t. Aung San Suu Kyi, að rannsökuð verði morð og ofbeldisverk sem hafa viðgengist og að þeir verði dregnir til ábyrgðar sem gerst hafa sekir um mannréttindabrot. Til frekari upplýsinga er vísað til ræðu fastafulltrúa Íslands sem er meðfylgjandi.

Evrópusambandið hefur lagt fram ályktanatillögu sem Ísland styður og kemur til afgreiðslu fundarins.

Ræða fastafulltrúa Íslands (á ensku) (PDF 11,9 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta