Hoppa yfir valmynd
6. október 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Ísland
Ísland

Sveitarfélögin veittu rúmlega 4.700 fötluðum eintaklingum þjónustu árið 2015 sem er um 100 færri en árið áður. Hagstofa Íslands hefur tekið saman ýmsar tölulegar upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk sem eru aðgengilegar á vef stofnunarinnar.

Í umfjöllun á vef Hagstofunnar kemur fram að börn 17 ára og yngri eru 35,4% hópsins. Drengir og karlar eru hlutfallslega mun fleiri en stúlkur og konur af heildarhópnum, eða tæp 62% og í yngsta aldurshópnum drengir tæp 68%.

Í desember árið 2015 bjuggu tæplega 32% fullorðinna, þ.e. 18 ára og eldri, í sérstökum búsetuúrræðum og um 17% í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga eða félagasamtaka.

Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða margvíslegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk eftir kyni, aldri og þjónustusvæðum á árabilinu 2011–2015.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta