Hoppa yfir valmynd
14. júní 2024 Dómsmálaráðuneytið

Skúla afhent skipunarbréf

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra um skipan Skúla Magnússonar í embætti hæstaréttardómara. Dómsmálaráðherra afhenti Skúla skipunarbréf  hæstaréttardómara á dögunum.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda mat Skúla Magnússon hæfastan fjögurra umsækjenda. Skúli var kjörinn umboðsmaður Alþingis frá 1. maí 2021 og hefur gegnt því embætti síðan en skipan hans í Hæstarétt tekur gildi 1. ágúst 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum