Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí – 31. desember 2023
Föstudaginn 12. maí 2023 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2023, sbr. reglugerð nr. 1151/2022. Útboðsverð tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er.
Samtals bárust fjögur gild tilboð í tollkvótana.
Tvö tilboð bárust um innflutning á blómstrandi plöntum með knúppum eða blómum þó ekki kaktusar, úr tollskrárnúmerum (0602.9081-9083 og 0602.9088) samtals 1.700 stk. á meðalverðinu 76 kr./stk. Hæsta boð var 76 kr./stk. en lægsta boð var 50 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 1.650 stk. á jafnvægisverðinu 50 kr./stk.
Tvær umsóknir bárust um innflutning á pottaplöntum til og með 1 metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna í tollskrárnúmeri (0602.9093). samtals 1.700 stk. Úthlutað var án útboðs samkvæmt umsóknum en til úthlutunar var 2.160 stk.
Fjögur tilboð bárust um innflutning á tryggðablómum úr tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 13.000 stk., á meðalverðinu 43 kr./stk. Hæsta boð var 61 kr./stk. en lægsta boð var 7 kr./stk. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 6.500 stk. á jafnvægisverðinu 61 kr./stk.
Fjögur tilboð bárust um innflutning á afskornum blómum og blómknöppum sem notað er í vendi…. úr tollskrárnúmerum (0603.1903, 0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999), samtals 182.750 stk. á meðalverðinu 29 kr./stk. Hæsta boð var 60 kr./stk. en lægsta boð var 1 kr./stk. Tilboði var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 118.750 stk. á jafnvægisverðinu 9 kr./stk.
Matvælaráðuneytið úthlutar tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli umsókna/tilboða þeirra:
Blómstrandi pottaplöntur júlí – desember 2023
Magn (stk) |
Tilboðsgjafi |
1.500 |
Garðheimar Gróðurvörur ehf |
150 |
Blómabúð Akureyrar ehf |
Aðrar pottaplöntur júlí – desember 2023
Magn (stk) |
Tilboðsgjafi |
1.500 |
Garðheimar-Gróðurvörur ehf |
200 |
Blómabúð Akureyrar ehf |
Tryggðablóm júlí – desember 2023
Magn (stk) |
Tilboðsgjafi |
6.500 |
Samasem ehf |
Afskorin blóm júlí – desember 2023
Magn (stk) |
Tilboðsgjafi |
2.000 |
Blómabúð Akureyrar ehf |
12.000 |
Garðheimar-Gróðurvörur ehf |
32.750 |
Grænn markaður ehf |
72.000 |
Samasem ehf |
Reykjavík, 23. maí 2023
Matvælaráðuneytið