Hoppa yfir valmynd
1. september 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málþing um átaksverkefni í jarðfræðikortalagningu - bein útsending

Útsending frá málþinginu Átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja hefst kl. 13 í dag. Það eru umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Náttúrufræðistofnun Íslands sem boða til málþingsins. Þar er kynntur rammasamningur sem ráðuneytið, ÍSOR og  gerðu með sér í vor.

Jarðfræðikortlagning er undirstaða og uppspretta þekkingar fyrir vísindastarf, skipulagsvinnu, orkuöflun, mat á jarðvá og auðlindanýtingu hvers konar. Átaksverkefnið, sem kynnt er á málþinginu, hefur það markmið að efla samstarf stofnana sem sinna jarðfræðikortagerð, marka stefnu um framhald jarðfræðikortlagningar landsins og vera farvegur fyrir aukna fjármuni inn í einstaka jarðfræðikortlagningarverkefni.

Samningurinn er fimm ára átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja og leggur ráðuneytið 100 milljónir króna til verksins og stofnanirnar hluta af rekstrarfé sínu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta