Hoppa yfir valmynd
26. september 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkisreikningur 2004

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 14/2005

Lokið hefur verið gerð Ríkisreiknings fyrir árið 2004. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og samanburði við fyrra ár.

Afkoma ríkissjóðs
Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum 1 milljarði króna á sama grunni.

Fjárlög/

Reikningur

Fjáraukalög

Frávik

Reikningur

Í millj. kr.

2004

2004

Fjárhæð

%

2003

Tekjur samtals

302.431

291.296

11.135

-3,8

274.574

Þar af venjubundnar tekjur

299.862

290.756

9.106

3,1

262.620

Þar af tilfallandi tekjur

2.569

540

2.029

...

11.954

Gjöld samtals

300.438

284.579

15.859

5,6

280.712

Þar af venjubundin gjöld

276.953

275.320

1.633

0,6

263.694

  Þar af tilfallandi gjöld

23.485

9.259

14.226

...

17.018

Tekjur umfram gjöld

1.993

6.717

-4.724

.

-6.137

  Þar af venjubundinni starfsemi

22.909

15.436

7.473

.

-1.074

  Þar af vegna tilfallandi liða

-20.916

-8.719

-12.197

.

-5.064

           

Lánsfjárjöfnuður

11.036

9.326

1.710

.

3.406

Lánsfjárjöfnuður
Rekstur ríkissjóðs skilaði 11 milljarða króna lánsfjárafgangi umfram 9,6 milljarða fyrirframgreiðslur til lífeyrissjóða ríkisstarfmanna til að mæta áföllnum óuppgerðum skuldbindingum. Fjármálaráðherra tók fyrir nokkrum árum ákvörðun um að hefja greiðslur sérstakra innborgana til lífeyrissjóðanna til að gera þá betur í stakk búna til að takast á við framtíðarskuldbindingar sínar. Nemur staða á uppsöfnuðum innborgunum í árslok 2004 tæplega 80 milljörðum með vöxtum og verðbótum. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir og var staða tekinna lána ríkissjóðs 253 milljarðar króna í lok árs samanborið við 277 milljarða árið á undan. Hlutfall lána af landsframleiðslu var 28,6%, lækkaði um 5,6 prósentustig á árinu. Sambærileg tala í lok árs 1999 var 41,2%.

Tekjur ríkissjóðs
Tekjur ársins urðu 302 milljarður króna en það er 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 33,8% árið á undan. Tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu eru um 131 milljarður króna eða nær helmingur heildartekna og aukast um 17,1%. Skattar á einstaklinga, fyrirtæki og fjármagnstekjur eru 102 milljarðar og aukast um 15,6%. Mest verður aukning skatta á fjármagnstekjur milli ára en hún var 49,2%. Af einstökum öðrum tekjuliðum má nefna tryggingagjöld sem námu 28 milljörðum og hækka um 8,9% frá fyrra ári. Tekjuaukningin endurspeglar góða afkomu þjóðarbúsins og aukinn kaupmátt.

Göld ríkissjóðs
Gjöld ársins voru 300 milljarðar króna en það er 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 34,6% árið 2003. Heilbrigðismál eru sem fyrr stærsti útgjaldaliður ríkisins og var 73 milljörðum króna varið til þeirra. Aukning frá fyrra ári er 5,8% eða 2,5% að raungildi. Hér vega sjúkrahúsaþjónusta og heilsugæsla þyngst eða um 87%. Til almannatrygginga og velferðarmála var varið 69 milljörðum króna og hækka um 6,6% frá fyrra ári. Hér undir falla m.a. bætur vegna lífeyris, atvinnuleysis og fæðingarorlofs. Tæplega helmingur útgjalda ríkisins fellur til þessara tveggja málaflokka. Gjöld vegna menntunar og menningarmála námu 39 milljörðum og aukast um 7,5%. Þá eru gjöld vegna atvinnumála 42 milljarðar en þar undir falla samgöngumál og framlög til atvinnugreina eins og landbúnaðar og lækka þau um 0,7% frá fyrra ári. Loks voru vaxtagjöld 14,2 milljarðar og lækka um 7,2% frá fyrra ári. Hlutdeild vaxtagjalda af útgjöldum ríkisins námu á síðasta ári 4,7% samanborið við 7,7% árið 1999 og hefur hlutdeild þeirra því lækkað um 3 prósentustig á síðustu fimm árum, en það jafngildir um 9 milljarða króna lækkun vaxtagjalda á ári. Gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar námu 13,4 milljörðum samanborið við 4,8 milljarða árið á undan. Aukningin samsvarar nokkurn veginn hækkun skuldbindinga vegna breyttra forsendna um lífslíkur í tryggingafræðilegri úttekt á skuldbindingum þeirra. Góð ávöxtun innborgana ríkissjóðs á síðustu árum vegur á móti almennum réttindaávinningi ársins.

Reikningurinn fyrir árið 2004 er settur fram í tveimur hlutum. Annars vegar er Ríkisreikningur 2004 – Ríkissjóður A-hluti sem er samstæðureikningur um fjármál ríkissjóðs í heild. Hins vegar er Ríkisreikningur 2004 – Ársreikningar ríkisaðila sem sýnir reikninga stofnana í A-hluta, ríkisfyrirtækja í B-hluta, lánastofnana í C-hluta, fjármálastofnana í D-hluta og hlutafélaga og sameignarfélaga sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins í E-hluta. Ríkisreikningur 2004 verður aðgengilegur á veraldarvefnum og er slóðin www.fjs.is.

 

Fylgiskjöl:

Rekstrarreikningur 2004

Efnahagsreikningur 2004

 

 

Fjármálaráðuneytinu 26. september 2005

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta