Framhaldsskólar geta hafið staðnám
Mestu breytingarnar sem felast í nýrri reglugerð snerta skólastarf í framhaldsskólum en með henni er opnað á að staðnám í framhaldsskólum geti farið fram að nýju.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Þetta er frábært skref og ég fagna því að framhaldsskólanemar muni geta snúið aftur í skólabyggingar og stundað sitt nám í meiri nálægð og samfélagi hvert við annað. Ég treysti skólasamfélaginu til þess að vinna innan þessarar tilslökunar – sem er kærkomin á öllum skólastigum. Við munum sem fyrr gæta vel að sóttvörnum og hafa allan vara á; þetta er samvinnuverkefni okkar allra og við fylgjumst vitanlega vel með stöðunni og þróun mála.“
Helstu reglur í leikskólum:
• Reglur um hámarksfjölda gilda ekki um börn í leikskólastarfi. Hámarksfjöldi fullorðinna í rými er 20 einstaklingar.
• Tveggja metra lágmarksfjarlægð og grímuskylda gildir einungis fyrir fullorðna sem ekki geta uppfyllt nálægðarmörk.
• Blöndun er leyfð milli hólfa.
• Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu ekki koma inn í skólabyggingu nema brýna nauðsyn beri til og þá með andlitsgrímu.
• Sömu reglur gilda um tónlistarskólanám nemenda á leikskólaaldri.
Helstu reglur í grunnskólum:
• Hámarksfjöldi nemenda í hverju rými er 50, á öllum aldursstigum grunnskóla.
• Fjöldatakmörk fyrir fullorðna í hólfi er 20 manns og nálægðarmörk fullorðinna tveir metrar. Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk eða fjöldatakmörk er grímuskylda fyrir fullorðna.
• Grunnskólanemendur eru undanþegnir nálægðarmörkum og grímuskyldu.
• Blöndun milli hópa barna innan skóla er leyfð í sundi og íþróttum. Skipulagt íþróttastarf grunnskólabarna er heimilt með eða án snertingar.
• Starf félagsmiðstöðva fellur undir viðmið um íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf.
• Sömu reglur gilda um tónlistarskólanám nemenda á grunnskóla aldri.
Helstu reglur á framhaldsskólastigi:
• Viðmiðunarfjöldi nemenda og starfsmanna í hverju rými er 30.
• Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur.
• Blöndun nemenda milli hópa er heimil í kennslu.
• Sóttvarnaráðstafanir varða framhaldsskóla, lýðskóla, framhaldsfræðslu en einnig ungmennahús sem sinna nemendum á framhaldsskólastigi.
• Sömu reglur gilda um tónlistarskólanám nemenda sem lokið hafa grunnskóla.
Helstu reglur á háskólastigi
• Hámarksfjöldi í hverju rými verði 50 manns og 2 metra nálægðarregla í gildi. Skylt verður að nota grímu ef ekki er hægt að viðhafa tveggja metra nálægðarmörk eða ef loftræsting er ekki góð.
Sjá nánar í reglugerð heilbrigðisráðherra.