Orkuöryggi og almenningur – málþing um orkumál
Norrænar orkurannsóknir, Norræna ráðherranefndinni og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið standa að málþingi um orkumál og almenning sem haldið verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 19. október kl. 9-12.
Orkukreppu gætir á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Þó staðan sé mismunandi eftir löndum, geta vaknað spurningar hjá almenningi og atvinnulífi um hvort framboð á orku verði nægjanlegt? Uppbyggingu orkukosta fylgja hins vegar orkumannvirki sem breytt geta landslagi. Mikilvægt er því að eiga samráð við nærsamfélög. Þátttaka fólks sem og viðhorf þess til nýrrar orkuframleiðslu getur því haft áhrif og því meiri sem þátttaka borgara er í ferlinu og við skipulagningu því betra.
Þessar spurninga og fleiri verða til umræðu á fundinum þar sem fjallað verður um nokkur brýnustu orkumál Norðurlanda með umsögnum sérfræðinga, umræðum og pallborðsumræðum.
Þátttaka er ókeypis og eru öll velkomin.
Skráning fer fram hér: