25 fjölmiðlar fá rekstrarstuðning: Tryggir fjölbreytileika íslensks fjölmiðlamarkaðar
Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar hljóta 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2022, en alls bárust 28 umsóknir um rekstrarstuðning.
Samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 917,5 milljónir kr. en til úthlutunar voru 380 milljónir króna. Markmið styrkjanna er að bæta rekstrarskilyrði fjölmiðla og efla getu þeirra í miðlun upplýsinga til almennings á Íslandi.
Nánar er fjallað um málið á vef Fjölmiðlanefndar.